Færsluflokkur: Bloggar

Leiðinlegt... og þó

Það er alla vega óhætt að halda því fram að þetta verði stórleikur og að Arsenal hefði ábyggilega ekki getað fengið erfiðari leik þarna. Sérstaklega þar sem um miðja vikuna eftir er heimaleikurinn gegn AC Milan í meistaradeildinni.

Ég vil þó áfram hafa fulla trú á mínum mönnum og lít á þetta sem kjörið tækifæri til þess að slá Man.U. út á sínum eigin heimavelli.

Hins vegar verð ég að játa að ef ég þyrfti að velja myndi ég frekar að við ynnum Man.U. í deildinni í apríl og reyndar líka að við ynnum AC Milan þarna nokkrum dögum seinna. En auðvitað vill maður helst vinna alla leiki ;-)

Þetta er líka enn einn drátturinn sem Chelsea eru heppnir með, Huddersfield er í 17. sæti í fyrstu deildinni, sem sagt tveimur (næstum þremur) deildum neðar og hafa unnið 9 af 26 deildarleikjum sem þeir hafa spilað.

Annars verður athyglisvert að fylgjast með þessum bikarleikjum, það eru ótrúlega fá úrvalsdeildarlið eftir í keppninni, aðeins í þessari umferð. Í mesta lagi 5 í næstu umferð og ég hef fulla trú á að þeim gæti fækkað enn meira, t.d. á ég alveg eins von á að Sheffield United geti unnið Middlesbrough


mbl.is United og Arsenal mætast í bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var búin að sjá þetta fyrir...

Það er nefnilega þannig að Liverpool virðist alltaf tapa stigum þegar Arsenal tapar stigum.

Það má sjá á því að bæði lið töpuðu stigum í annari, tíundu, elleftu, fimmtándu, sextándu og nítjándu umferð.

Munurinn á liðunum í töflunni er að Liverpool tapaði líka stigum í fimmtu, sjöttu og áttundu umferð. Það virðist sem sagt ekki vera öruggt að Arsenal tapi stigum þegar Liverpool gerir það, en hins vegar hefur Liverpool alltaf tapað stigum þegar Arsenal gerir það.

Spurning hvort skytturnar fara að geta reitt sig á stuðning poolara í eiginhagsmunaskyni?


mbl.is Markalaust hjá City og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærar fréttir fyrir Arsenal

Það er alltaf gott að geta stillt upp sínu sterkasta liði, þó að það sé kannski ólíklegt að allir þeir sem eru að koma úr meiðslum séu klárir í heilan leik.

Mínum mönnum er líka hagur í því að stórleikarinn Drogba og glæpamaðurinn Essien verði hvorugur með, enda hafa þeir oftar en ekki reynst okkur skeinuhættir.


mbl.is Fabregas hugsanlega með gegn Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikmönnum Chelsea vorkunn

Ef það er raunverulega rétt sem Joe Cole segir að hann berji þá venjulega í andlitið á æfingum.

Mér finnst þessi leikmaður oft á tíðum gleyma því að fótbolti er íþrótt...


mbl.is Essien áfrýjar rauða spjaldinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband